Jóla og áramótapistill

Jæja þar kom að því. Ég ætlaði mér að senda pistilinn á ættingja og vini í gegnum tölvupóst en ætla að svíkja það allverulega og krota á bloggið í staðinn.

Ég er núna staddur í Stokkhólmi, kom í gær, og dvel hjá Helga, Söru og þeirra krílum. Búið að vera ljúft og gaman að fá að smakka á svínakjötspottréttinum...held að ég hafi ekki fengið svona áður.
Í kvöld verður svo íslenskt lambalæri og for og eftirréttir með öllu tilheyrandi. Svo verður himininn reykmettaður með kínverskum eldmat. Anyway, best að gera upp árið svona lauslega.

Jólapistill 2007.

Árinu má skipta upp í 4 hluta: Atvinnuleysishlutinn, Rómarhlutinn og svo UPS hlutinn. Eins og glöggir menn sjá þá eru hlutarnir bara þrír en vegna þess hve skattkerfið í Danmörku er svo flókið þá verð ég að hafa virðisaukann með. Þau ykkar sem lesið þetta fyrir utan Danmörku fáið þetta vissulega án virðisauka.

Atvinnuleysishlutinn:
Árið hófst rólega. Ég var nýbúinn með skólann og tiltölulega sáttur við Guð og menn. Ég átti ekki bót fyrir rass, en var svo heppinn að fá smá atvinnuleysisbætur frá svokölluðum A-Kassa í DK. Janúar og Febrúar fóru ansi mikið í að bíða eftir endanlegu svari frá Alþjóðamatvælastofnuninni í Róm, þar sem mér hafði óbeint verið lofuð vinna í 6 mánuði. Ekkert varð svo úr því og ég frétti síðar að þar hefði ég orðið undir í pólítískum leik þar á bæ.
Þessi tími frá Jan til miðjan Apríl var frekar ömurlegur satt að segja. Ég gerði fátt af viti. Tók bara við atvinnuleysisbótum og reyndi að halda lánadrottnum í skefjum.
Ég fór í stutta ferð til Íslands í Janúar og það var ferlega ljúft. Tókst reyndar að fá sekt fyrir að aka yfir á rauðu, en annað merkilegt náðist nú ekki á skrá í þeirri ferð.

Á þessum tíma var ég að vinna í hinu og þessu og má þar nefna gardínugerð, lagerstörfum, póstflokkun og svo mötuneytisstörf. Ég verð að segja að vikan í mötuneytinu þar sem ég við annan mann (konu) sá um morgunmat og hádegismat var ansi skemmtileg.

Svo gerist það á fimmtudagskvöldi í Apríl mánuði að Björgvin Sigurðsson fyrrum vinnufélagi minn hjá Friðriki Skúlasyni og þáverandi starfsmaður Alþjóðamatvælastofnunarinnar hefur samband og spyr hvort ég vilji koma sem fyrst. Sem fyrst þýddi raunar mánudagurinn á eftir. Það þurfti bara að leysa smá mál varðandi læknisvottorð. Heppilega þá gat ég fengið Helga vin minn til að krota á blað þar sem hann var nú nýbúinn að sjá mig árinu á undan. Ég var allt í einu á leið til Rómar.

Rómartíminn:

Róm var hreinlega æðisleg. Vinnan var skemmtileg og fólkið skemmtilegt og svo kynntist ég Björgvini og frú betur og það var nú ekki leiðinlegt. Ég er enn með hvítlauksbragðið í munninum eftir kræklingaveisluna hjá þeim. Grappabragðið er þó ekki eins ljúf minning.
Ég get ekki miklu meira við þessu bætt, en að fá tækifæri að vinna í Róm er bara frábært. Sagan draup á hverju strái og eitthvað sem ekki er hægt að lýsa. Meira svona sem verður að upplifa.

Tiltölulega snemma eftir að ég kom til Rómar fékk ég símhringingu frá manni hjá UPS á Norðurlöndunum þar sem þeir vildu fá mig í viðtal sem fyrst. Eitthvað hefur símasexið mitt virkað vel á hann því hann var tilbúinn að bíða með viðtalið þar til ég kæmi heim tilbaka í lok maí. Ég þurfti þó óvænt að fljúga til DK í skotferð og reddaði viðtalinu á sama tíma.

Eftir Rómartímann flaug ég til London og hitti matarklúbbsfélaga mína og það var hreint út sagt meiriháttar ferð.

Þegar ég kom svo loks heim til DK þ. 21. maí, fékk ég svo símtal frá fyrrnefndum UPS manni sem bauð mig velkominn til UPS. Ég hafði verið valinn.

UPS hlutinn:

Eitthvað virðist hafa verið snúið fyrir starfsmannahald UPS að hafa "hald" á mínum ráðningsmálum því það tók ekki nema 5 vikur að fá loks að byrja hjá UPS. En jú loksins fékk ég að byrja. Tony Markovski var minn yfirmaður og ég átti 6 aðra vinnufélaga í minni deild. Það verður að segjast eins og er að vinnan er ekki alveg það sem ég hafði óskað mér og fyrstu 2-3 mánuðirnir voru bara þrælstrembnir. Ég var kominn inn í bjúrókratparadís kapítalismanns og er þar enn. Vinnufélögum fækkaði verulega og nú í lok árs erum við bara 4 eftir í deildinni.
Mér gengur betur í vinnunni og það er töluvert betra fyrir sálina að vera loksins farinn að vinna á skuldasúpunni og þar ættu hlutirnir að vera komnir í góðan farveg á næsta ári.
Tíminn hjá UPS hefur verið mjög góður þar sem maður hefur fengið eldskírn í frekar hörðum heimi samkeppninnar.

Að lokum:

Árið að mínu mati hefur verið nokkuð erfitt, en þó margir ljósir punktar. Rómar og London ferðirnar standa upp úr ásamt því að ég skrapp í viku með börnin til Íslands í haust.

Ég stefni að því á næsta ári að koma mér í aðra vinnu og vonandi verður það komið í höfn með sumrinu.

Ég þakka fyrir árið og ef þið hafið náð að lesa þetta langt þá segi ég til lukku með það, því ég sjálfur hætti að skrifa töluvert fyrir ofan.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt það gamla.

kveðja,

Stokkhólmur, 31. Desember, 2007...

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gleðilegt ár félagi ;);)
Heiðagella sagði…
Gleðilegt árið og takk fyrir allar skemmtilegu (sem eru ótrúlega margar), leiðinlegu (sem eru ekki svo margar), sorglegu (nokkrar), gleðilegu (fleiri), undarlegu (hmmm ég á sennilega sök á þeim flestum), athyglisverðu (ansi margar), fyndnu(úffffff já), kjánalegu (það er sennilega mín sök aftur, ég meina hver horfir á stöð 24), merkilegu(?), afslappandi (já gláp og nammi = alltaf gott), bragðgóðu (þú ert ráðinn sem kokkur á SlöttíLane), blautu (margar og jafnvel óljósar), þynnkulegu (álíka margar og hinar blautu) og bara allar hinar stundirnar á liðnu ári.. Þú ert frábær :o)

Knuz Heiðagella
Nafnlaus sagði…
Gleðilegt ár:D
Addý Guðjóns sagði…
Árið, gamli!
Kveðja úr sultunni...
Nafnlaus sagði…
Ók veit maður á ekki að kommenta 2 sinnum á sömu færsluna, (en ég meina það hefur bara ekki heyrst hljóð úr tunnunni í nokkra daga núna svo...)
Enívej, ég vaknaði FREKAR snemma í morgun, og hvað gerir maður þá, jú hangir á netinu í eins og 4 tíma, og ég var búin að lesa moggann, og allt það, taka bloggrúntinn og þá datt mér í hug að lesa ALLT bloggið þitt, from ðe bíginníng... það tók ekki nema ca 3 og hálfan held ég, en ég sá ég er nöd til að stela eins og nokkrum skemmtilegum frösum sem ég las... Róa upp skítalæk, ég meina, hver gerir það ekki.....

eigðu annars góðan dag.....
Heiðagella

Vinsælar færslur